Stöð 2 sport

Þeir hjá stöð2 gera greinilega ekkert ráð fyrir svona seinkunum á keppnum stöðin harðlæst þó þeir EIGI að sýna keppnina í opinni dagskrá eftir því sem mér skilst Devil

Ég "sá" síðustu 13 hringina á vefsíðu sem gefur textalýsingu sem uppfærist á 30sec fresti og það var gersamlega allt í járnum þarna, þvílík spenna (eftir því sem ég gat best lesið Blush ).

Klúður hjá Stöð2 og það ekki í fyrsta skiptið sem læst er meðan keppni stendur yfir eða ekki opnað þegar hún byrjar.

En "líklega" verð ég að gefa þeim "smá" séns með hversu mikil töfin var en er þó ekki mjög sáttur við það.

Kv EJE
mbl.is Button sigrar í ringulreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru orðin þrjú ár síðan ég gafst endanlega upp á stöð2 sport og fór alfarið að horfa á formúluna á BBC one.  Þessir rugludallar gleymdu trekk í trekk að taka ruglið af og oft á tíðum missti maður af ræsingunni og það var komið vel inn í kappaksturinn þegar þeir loksins rönkuðu við sér og tóku ruglið af.  Á BBC eru að jafnaði sex manns sem eru á mótsstað, tveir gamlir formúlukappar sem lýsa kappakstrinum og þvílíkur munur að hlusta á þá eða bullið í Rögnvaldi og svo eru fjögur sem taka viðtöl við ökumenn og aðra liðsmenn.  Meðal þeirra sem sjá um viðtölin eru Eddie Jordan og David Coulthard.  Ég hélt að þetta yrði eitthvað mál að hafa lýsinguna ekki á Íslensku en það kom mér verulega á óvart hvað ég var snöggur að aðlagast þessu.

Jóhann Elíasson, 12.6.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Diddi Siggi

Ég hringdi í þjónustuver Stöðvar tvö eftir að formulan læstist og stúlkan sem svaraði mér sagði að um bilun væri að ræða og unnið væri að viðgerð, ég spurði hvort þetta væri ekki spurning um tímastillingu á læsingu hjá þeim en hún neitaði því. Ég ætla ekki að treysta oftar á Stöð 2 með formúluna ég ætla að kaupa erlenda áskift framvegis.

Diddi Siggi, 12.6.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband