Afhverju í veröldinni..

Er alltaf notast við hákarl til að kynna land og þjóð ??

Gordon Rasmsay og James May eru bara síðustu fórnarlömbin úr erlendu sjónvarpsefni sem taka að sér að smakka það sem margir íslendingar ráða ekki heldur við (ég er nýlega farinn að geta tekið einn og einn mola og er orðinn fertugur).

Anthony Bourdain, sem er nú ýmsu vanur, fór ekki fögrum orðum um mat og venjur hérna eftir að hafa lent í þorrablóti og einni eða tveimur öðrum heimsóknum þar sem það fyrsta sem hann fékk var hákarl.

Gaurinn sem sér um þættina Thirsty Traveller fékk hákarl. (Kevin B.eitthvað)

Ian Wright úr Globe Trekker þáttunum næstum ældi (amk súrsuðum hrútspungum)

Síðast sá ég gaura sem eru með þátt sem kallast Coktail kings taka áskorunni, og ég veit eftir fréttum að Andrew Zimmern (þættirnir hans kallast Bizarre food!!!!) er búinn að koma hingað en þátturinn á eftir að fara í loftið.

Ég held að landi og þjóð veitti ekkert af betri landkynningu með mat en þetta í sjónvarpsefni sem er sent út svotil frítt útum allann heim, með fullri virðingu fyrir árstíðabundnum þorranum og því sem honum fylgir. Við eigum marga meistara kokka hérna og veitingahús á heimsklassa sem veitir ekkert af því að kynna án þess að sé "eitrað" fyrir þessum frægu köppum til þess eins að flissa í augnablik..

Kv EJE

p.s. Já og það má ALVEG yngja og hressa upp á þá sem settir eru til höfuðs áður töldum þáttastjórnendum og vonandi þeim sem kannski koma aftir eða nýjum. (sjá td. þátt Anthony Bourdain með Sigmari B. Hauks .. úfff)

mbl.is Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband