Hey Heyr!! .. en...

Ég myndi vilja taka þéttingsfast í hönd þess manns sem kemur reglum á fríblöð og ómerktann póst, sá hinn sami ætti líklegast fljótlega eftir afrekið skilið að fá stórriddarakrossinn frá Forseta vorum.

Algerlega óþolandi að geta ekki fyrir manns litla líf náð að stöðva fríblöð í að troðast inn um lúguna.
Ég hef rætt þetta áður hérna og þrátt fyrir að hafa hringt reglulega í Fréttablaðið í upphafi og í seinni tíð sent tölvupósta, þá kemur þetta árans blað óbeðið inn um lúguna mína amk. einusinni í viku, þetta er oftast um helgar (þunnir blaðburðardrengir?) og þá oft báða dagana. 24Stundir kemur sjaldnar... En... samt kemur það og þá auðvitað óbeðið.

Mín skoðun er sú að EF ekki er hreinlega greidd áskrift eða ósk um blað/póst fyrir hendi þá hafi þessir útgefendur engann rétt á að troða sér.

En... Ég get ekki skilið að það sé einfalt að pikka út innmatinn úr fríblöðunum, en notabene ég hef aldrei borið út blöð eða séð hvernig þeir framkvæma þetta, amk eftir að kvöldsendingarnar á fimmtudögum hættu og  fóru að berast fólki með þessum blöðum.

Kv EJE


mbl.is Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband