3.2.2009 | 22:34
Merkilegt........
Hvað þeir sem eru greinilega á móti Sjálfstæðisflokknum hérna á moggablogginu virðast bara alls ekki geta tamið sér mannsæmandi munnsöfnuð. Sjálfstæðismenn eru alltaf úthrópaðir sem drulluhalar skítapakk og ég veit ekki hvað annað, en Ef maður sér greinilegann hægri bloggara skrifa þá ber bara ekki mikið á sama munnsöfnuði, en það er kannski af því að það fer minna fyrir þeim hérna heldur en þeim sem rífast mest?
Þetta er atriði sem mér fyndist allt í lagi hjá mbl að athuga eða amk. taka upp einhverja umræðu um, fyrsta skrefið en ekki nóg, var að taka fyrir nafnlaus blogg en þeir sem hanga á því að kynna sig ekki mæta þá bara inn hjá öðrum og eru með dónaskap í kommentunum.
Ég vill minna á að það eru ekki allir Sjálfstæðismenn launaháir hagsmunapotarar heldur almennir borgarar eins og ég vill leyfa mér að trúa að kjósendur flestra flokka séu, en hafa bara aðra skoðun á lífið og tilveruna en þeir sem hallast að miðju eða til vinstri.
Og ef ég þekki söguna rétt, þá er bara að koma í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf grætt á vinstristjórnum, ég bara bjóst ekki við að sjá þá tilhneigingu svona fljótt.
Kv EJE
Þetta er atriði sem mér fyndist allt í lagi hjá mbl að athuga eða amk. taka upp einhverja umræðu um, fyrsta skrefið en ekki nóg, var að taka fyrir nafnlaus blogg en þeir sem hanga á því að kynna sig ekki mæta þá bara inn hjá öðrum og eru með dónaskap í kommentunum.
Ég vill minna á að það eru ekki allir Sjálfstæðismenn launaháir hagsmunapotarar heldur almennir borgarar eins og ég vill leyfa mér að trúa að kjósendur flestra flokka séu, en hafa bara aðra skoðun á lífið og tilveruna en þeir sem hallast að miðju eða til vinstri.
Og ef ég þekki söguna rétt, þá er bara að koma í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf grætt á vinstristjórnum, ég bara bjóst ekki við að sjá þá tilhneigingu svona fljótt.
Kv EJE
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugleiðum aðeins Mugabe!
Við hér á þessum nárassi sem byggðist upp af flóttafólki frá EU fyrir nokkrum öldum efumst ekki um að Mugabe sé klikkaður. Þó er hann mörg þúsund km í burtu, en við "vitum" að hann er valdasjúkt gamalmenni og hefur aðra agendu en almannahag. Það er oft erfitt að sjá það sem er næst sér (glöggt er gests auga og allt það) en jafnframt erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að við séum í sömu stöðu og Zimbawe. Vonum bara að okkar Mugabe fari með feitan starfslokasamning rétt fyrir kostningar svo restin af þessum "staðföstu" láti ekki sjá sig á kjörstað.
Það er nefnilega eins með okkur og kanann að meðal pólitískurþroski er lágur, USA hefur tvo "Sjálfstæðisflokka" en við einn og því miður er mikið af fólki sem tekur ekki ákvarðanir heldur fylgir straumnum. Margir þessara "staðföstu" hafa þó ótrúlegt megi virðast hvorki kjark né þroska til skipta um skoðun þó fyrrverandi stjórnendur séu búnir að ræna það aleigunni.
kv: Jói V "sem sér mikið eftir að hafa flutt til landsins fyrir 3árum, á þeim tíma er ríkið (verðtrygging!) búið að stela af mér 150.000€"
Jóhannes V Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:10
Jaa .. Ekki skulda ég neitt og hef ekki lagt mig fram við að reikna verðtryggingar"tap" mitt, en hún "VT" er nú eitthvað sem ég hef alltaf búið við, foreldrar okkar margir hverjir græddu heilu og hálfu húsin áður en hún "VT" kom, þegar lánin hurfu í "óðaverðbólgu" ..
En að líkja okkur við Zimbawe er bara rangt, fyrir utan stjarnfræðilegan mun á bólgunni þá er með þá eins og önnur illa farin ríki, Afganistan, Sómalíu og álíka að við eigum þó amk von um að hlutirnir lagist, að ég tali nú ekki um að langflestir Íslendingar búa þó í upphituðum húsum sem þola flest veður og jarðskjálfta og hafa amk máltíð á dag en ekki "kannski" eina á viku.
Kv. EJE "Stoltur Íslendingur, sem ber höfuðið hátt ÞÓTT á móti blási.. Aftur sorry að ég skuldi ekkert af viti "
Eggert J. Eiríksson, 4.2.2009 kl. 19:14
Daginn.
Það er hvergi verið að líkja saman ISL og Zimbawe hvað lífsgæði varðar, verið að benda þröngsýnum aðilum eins þér á hve erfitt reynist að sjá það sem er manni næst. Því miður komast sjúkir menn líka til valda á vesturlöndum, slíkt er ekki bara í "illa förnum ríkjum".
Hér er eitt raundæmi fyrir þig:
Hrein eignaupptaka og ekkert annað. En auðvitað neyddi mig enginn til að barna konuna aftur og aftur og ..... ja sko ef maður er rúmfastur vegna bakveiki, hvernig telst það?
Staðreindin er sú fyrir þessa kjána sem kunna ekki á verjur að það er ekkert val nema koma sér upp húsnæði undir liðið og þar með VT ef fólk vill lifa hér.
kv :Jói V
Jóhannes V Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 09:31
Er þetta ekki frjálst land Jói?
Afhverju þarf ég að vera "þröngsýnn" þótt ég hafi ekki sömu skoðanir og þú? ..
Qoute úr blogginu "en hafa bara aðra skoðun á lífið og tilveruna en þeir sem hallast að miðju eða til vinstri."
Eins og ég sagði áður þá sé ég ágætlega út úr því sem mér er næst, þótt ég sé auðvitað ekki sáttur við meðferðina á landinu okkar og að ég tali nú ekki um óorðinu sem búið er að koma á það.
Má vera að Davíð (geri fastlega ráð fyrir að þú sért að tala um hann sem Mugabe) hafi tekið rangar ákvarðanir eða gert öllum eitthvað á líflsleiðinni ég ætla ekki að verja það, en hitt er annað mál að hann gat ekki gert neitt sem forsætisráðherra án þess að þingið fjalli um það einn eða annann hátt og þá eru fleiri meðsekir. Samt er manngarminum kennt um allt sem illa fer í landinu og þá jafnvel bílslys á Mýrdalssandi. Eitt skaltu samt vita að mín skoðun sé sú að þegar hann hætti á þingi þá átti hann að HÆTTA og það á heldur ekki að ráða í svona stöður eins og í Seðlabankann af frænd og greiðasemi. Það er nú bara samt þannig að sama hver á í hlut og kemst til valda, þeir pota ALLIR sínum að og það á bara ekki að líðast í nútíma þjóðfélögum. .. Mér finnst SAMT full hart að líkja honum við Mugabe sem er amk. hreinn og klár morðingi, ég er bara þannig að ég vill engum svo illt.
Og veistu, þó að við þekkjumst ágætlega þá er ekki víst að hvorugur okkar þekki hins raunverulega innri mann enda finnst mér þú dæma svolítið stórt hérna. (einmitt ástæða skrifanna að ofan)
Verð samt að dáðst að þér að ýja að því að þú gætir fengið aukabætur vegna bakveikis börnunar .. Þú ert snillingur!
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 5.2.2009 kl. 18:10
p.s. Var að lesa þetta allt yfir aftur að ganni ..
Hjó þá eftir að þú kallar landið okkar "nárass", sorry félagi ég held að það séu ansi margir sem myndi dýrka landið sem slíkt og fyrir hvað það stendur hérna uppi á kúlunni sem kallast Jörð sama hvað gengi á. Við erum í klemmu núna en meigum aldrei hætta að vera stoltir Íslendingar.
Svo byggðist þetta land ekki upp af flóttamönnum frá EU bullukollurinn þinn heldur flóttamönnum frá Noregi, fólki sem var komið í vandræði og skít vegna þess að "reglur og lög" hentuðu þeim ekki alveg ( bíddu er eitthvað munstur hérna ?? )
Vildi bara bæta þessu við ...
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 5.2.2009 kl. 19:05
G-day
Rétt, Seðlabanka stöður eiga ekki að vera endastöð fyrir vel unnin störf fyrir hið opinbera. Loksins sammála
Mugabe samlíkingin er til að benda á að það er ekki allaf allt verra annarsstaðar, hér geta líka verið einstaklingar með nokkur öryggi útslegin í höfðinu við völd. Skerið er ágætt en ekki nafli alheimsins.
Smá leiðrétting samt með flóttamennina, pólítiskir flóttamenn frá Norge voru bara lítill hluti. Nárassinn byggðist mjög hratt upp eða um 60-70.000 manns á nokkru áratugum ( væru milljónir í dag!) sem kom mikið til vegna þess að norænir menn voru að missa völdin á svæðum sem þeir höfðu haldið til á lengi, Normandi, UK, IRl og það svæði (nú EU). Þessar fjölskyldur voru blandaðar og gátu því hvorki farið til Norge né verið um kyrrt. Það var lítið val um hvert átti að fara og auðséð að skerið var ekki fyrsta val heldur nauðin sem rak fólkið hingað. Það er samt gaman að halda í rómatíkina í kringum hetjur frá Norge sem voru til vandræða (munstur for sure ) og skerið hefur marga kosti. Fallegt, fámennt og barnvænt á allan máta, en veðrið er og verður aldrei meira en bærilegt og svo þegar til viðbótar kemur það óöryggi sem skapast vegna tengsla aðila í stjórnkerfinu þá sígur nú á verri hliðina.
Auðvitað á maður ekki alltaf að vera sammála, skoðanna skipti gera manni bara gott. Taktu niður sólgleraugun félagi, "framsóknarmennska" er allstaðar..............
MfG: Jói V
ps: heyrði eitt sláandi dæmi: aðili tók 18m í myntkörfu á húsið (eitthvað sem maður gerir ekki!) og fékk síðan sjokk seinasta haust og sagði pass. Gettu hver staðan er á því máli í dag ? (ég giskaði og var langt frá.......), húsið er ca45m
Jóhannes V Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 11:09
Ok .. þetta er að tónast saman hérna.
Myntkörfurnar eru/voru alltaf val og áhætta þótt bankarnir hafi sannarlega ýtt þeim að fólki, ég veit alveg um svona dæmi líka Jói.
Frænka mín þurfti lán vegna framkvæmda í blokkinni og henni var boðin karfa en hún þrjóskaðist við og tók íslenskt með verðtryggingu, þú getur ekki ímyndað þér hvað hún er sátt við hana VT í dag félagi.
Ég get bara samt ekki skilið afhverju það ætti að vera einum manni að kenna þó ég ætli alls ekki að verja hann sérstaklega.
Mér finnst bankamennirnir sem fóru á flug í sjálftöku og bruðli eigan stæðstann hlut í þessu ástandi sem hefur skapast hérna, þótt ég sé sammála líka að það "hefði mátt" vera betra eftirlit með þeim, en það er alltaf gott að vera vitur eftir á.
Þeir sem skrifuðu undir samninginn sem gaf bankakerfinu frelsi sem þeir svo misnotuðu heita Davíð Oddson og Jón Baldvin ef ég skil umfjöllunina rétt, og samt er það bara Dabbi sem er úthrópaður. Ég veit að karlin var er og verður alltaf hataður, en hann var sjaldnast einn að verki.
p.s. Ef ég skil þig rétt þá er aðilinn sem þú ert að tala um í þínu ps-i að taka 18m lán fyrir 45 m2 íbúð (með fyrirvara um stafsetningarvillu á stærðinni þarna hjá þér), þá get ég ekki annað en spurt úr hverju var íbúðin eiginlega? ég hefði aldrei fengið nema kannski 15-17 fyrir mína 50,5m2 íbúð á góðum stað í hámarki góðæris en mín er að vísu ekki ný með verðmina frá ÍAV eða álíka.
Mér er sagt af Hafnfirðingi sem er að byggja hús núna að hann sé að fá fermetrann í kringum 100þús meðan þessir sem fjöldabyggja séu að selja hann á 3-400þús, og þeir "ættu" að geta byggt hagkvæmar en maður sem er með eitt tvö raðhús í byggingu.
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 7.2.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.