Afhverju talar fólk ekki bara hreint út?..

Fólkið vildi ríkisstjórnina burt, hún fór til hálfs svona ca.
Fólkið vildi nýja ríkisstjórn, hún er komin, svona til hálfs ca.
(ég meina það er sami flokkurinn og stefnurnar áfram að hluta til, þó réttilega sé búið að skipta um rassa á stólunum)

Flokkakerfið burt segir fólk, en stjórmálafræðingurinn sagði að svona kerfi hefðu nú lifað mun verri hörmungar en steðjar að okkur, eins og heimstyrjaldir, þannig að ég hef ekki trú á þeim óskum fólksins.

Mér finnst nefnilega liggja í öllum þessum upphrópunum og yfirlýsingum að fólkið vilji bara Sjálfstæðisflokkinn burt en ekki mikið meira, og ég get ekki annað en farið að vera smá sammála Kjartani hérna því þetta er svolítið farið að minna mig á ljóta atburði í mannkynssögunni.

Hvað ætli sé langt í að XD liðar fái merki á brjóstið og verði safnað saman í stíur, nú eða flengdir opinberlega (segi ekki skotnir kannski en..), allir fjármunir teknir af þeim án dóms og laga og þaðan settir í vinnubúðir?
Minnir þetta ykkur á eitthvað?
Gyðinga Evrópu fyrir ca. 70 árum kannski? Þeir voru margir hverjir efnaðir kaupmenn og höfðu alla tíð verið hálf öfundaðir og kannski fengið á sig hornauga fyrir að dreifa ekki auðnum.

Kv EJE

mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Mér finnst það helvíti skítt að þú sjáir ástæðu til þess að bera saman Gyðingaofsóknir sem voru eiginlega alveg ástæðulausar (gyðingar mjög samofnir samfélaginu í Þýskalandi um 1930 sko) og hræðilegar. Og að jafna þær við þá hreinsun á fólki sem er búið að hafa alla tauma samfélagsins í hendi sér í næstum 18 ár og hafa farið sínu fram. Þetta er mun líkara Þýskalandi á eftirstríðsárunum þegar gamlir nasistar fóru huldu höfði. Og kerfið var hreinsað af hinum trúræknustu nasistum... kannski aðeins líkara okkar ástandi, taumlaus útrás af hvatningu stjórnvalda sem nú er hrunin og þeir sem réðu henni eru ennþá þeirrar trúar að þeir ráði öllu eða eigi að gera það.

Skaz, 6.2.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þvílíkt bull er þetta. Ég á bara ekki til orð. Ætlarðu virkilega að líkja saman brotthvarfi seðlabankastjóra og þriggja mánaða fríi tveggja ráðuneytisstjóra við helförina? Ertu ekki að grínast?  Eða er það brotthvarfið á stjórninni sem neitaði að ráðstafa 300millunum sem það fékk til þeirra hluta sem því var sagt að ráðstafa því - til nemenda í neyð erlendis, sem gerir útslagið?

SHRUG!

Elfur Logadóttir, 6.2.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Fyrirgefiði, en mér finnst einhvern vegin að þið séuð að misskilja mig.

Ég setti þetta upp sem samlíkingu en sagði ekki að hlutirnir væru svona, .. "minnir á" er lykilorð hérna.

Sá sem bloggaði næst á eftir mér um þessa frétt koma akkúrat inn á það sem ég er að gagnrýna (gagnrýini = rýni til gagns) að segja að XD ætti að leysast upp og verða  bannaður, og sé það Elfur að þér blöskraði þar líka. Þetta er samt akkúrat orðfarið sem maður er að sjá í blogghemi mbl.is og það sem ég er að ýja að í skrifum mínum hérna fyrir ofan.

Þó ég bloggi við þessa frétt um ummæli Kjartans þá er ég hvergi að tala um seðlabankastjóra heldur einmitt þessa undiröldu sem virðist vera amk hérna á þessum svæðum, að þó maður hafi kosið eða kjósi XD þá sé maður antikristur eða álíka.

Nenni ekki að afsaka þetta meira

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 7.2.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband