Bíddu aðeins við...

Eru Framsóknarmenn eitthvað skárri sjálfir?

Þeir virðast í öllum fréttum og viðtölum vera búnir að steingleyma því að þeir voru ekki fyrir svo löngu í 12 ára samstarfi og samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, og þar af leiðandi geta þeir varla verið saklausir að mínu mati.

Flokkur sem fékk stjórnarsamstarf  með naumindum og á miklu mun færri atkvæðum en Sjálfstæðisflokkurinn var með þá (hvað var hlutfallið 1/3, 1/4? ), en tókst samt af fá nær helming ráðuneyta það kjörtímabil, getur ekki verið alveg eins hvítþveginn og af er látið núna.

Kv EJE

p.s. Ég er ekki með það á tæru en mér heyrðist það einhverntíman í vetur á Framsókn væri sá flokkur sem hvað lengst hafi verið í einhverjum stjórnum í sögu okkar, en hef það ekki staðfest þannig að ef einhver veit meira um það þá leiðréttið eða staðfestið takk.

mbl.is Samfylkingin „loftbóluflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Örugglega allt rétt sem þú segir um Framsókn nema að Sjálfsstæðisflokkurinn á metið í stjórnarsetu. það breytir því samt ekki að Samfylkingin er loftbóluflokkur, það er kórrétt hjá Sigmundi hvað sem má svo segja um Framsókn.

Víðir Benediktsson, 19.3.2009 kl. 07:56

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mundu Eggert, það var allt í blóma á meðan Framsóknarflokkurinn var í stjórn. Uppbygging, virkjanarframkvæmdir, bygging álvera, svo eitthvað sé nefnt. Með brotthvarfi hans úr stjórn, hrundi ekki einasta efnahagskerfi Íslands, - heldur heimsins alls. 

Þú sérð að máttur Framsóknar er mikill, - engin loftbóla það.

Benedikt V. Warén, 19.3.2009 kl. 08:22

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ef ég man rétt tölurnar, þá hafa Framsóknarmenn setið í ríkisstjórn í 27 ár af síðustu 30.

Elfur Logadóttir, 19.3.2009 kl. 08:45

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

En ég man greinilega ekki rétt, því þegar ég var búin að smella á senda, þá mundi ég eftir 4 ára stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks 1991-1995 :).

Elfur Logadóttir, 19.3.2009 kl. 08:47

5 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Þakka ykkur fyrir innskotin og ábendingarnar.

Víðir, ég tel mig nú ekki hafa mótmælt Framsóknar orðunum um Samfylkinguna heldur bara minnt á minnið þeirra ;o)

Benedikt, sterk orð en skemmtileg sem ég tek bara sem gríni ;o)

Elfur, það sem ég tel mig hafa séð var í mun lengri sögu ríkis okkar. en takk samt fyrir fróðleikinn.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 19.3.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband