16.6.2009 | 08:14
Ég skil ekki..
Afhverju er ekki landið bara eitt kjördæmi?
Það er ekki eins og þingmenn séu endilega að koma úr þeim kjördæmum sem þeir skrá sig á hvort eð er, þannig að ekki er nauðsynlegt að skipta landinu þess vegna.
Við verðum að átta okkur á að við erum bara smáþjóð og þurfum ekki svona stóra yfirbyggingu á öllu. Ég er nú td. á því að við séum með of marga þingmenn en það er kannski bara ég.
Kv EJE
Það er ekki eins og þingmenn séu endilega að koma úr þeim kjördæmum sem þeir skrá sig á hvort eð er, þannig að ekki er nauðsynlegt að skipta landinu þess vegna.
Við verðum að átta okkur á að við erum bara smáþjóð og þurfum ekki svona stóra yfirbyggingu á öllu. Ég er nú td. á því að við séum með of marga þingmenn en það er kannski bara ég.
Kv EJE
Missti mannréttindi við að flytja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski eru þingmennirnir ekki of margir, þeir eru bara svo vitlausir . En að öllu gamni slepptu þá ætti þessi þjóð að komast af með ca 40 þingmenn og stjórn skipuð fagfólki utanþings. Við höfum ekkert að gera frekar með jarðfræðing í fjármálaráðuneytinu en dýralækni á undan honum.
Flugfreyja sem forsætisráðherra og jarðfræðinur í peningastjórnunni er fólk sem gerir hæfniskröfur og menntunarkröfur á sitt undirfólk. Þau er sjálf í vinnu hjá okkur og því ættum við að gera lágmarkskröfur um menntun og hæfni.
Hafsteinn Björnsson, 16.6.2009 kl. 09:02
HALLÓ - Þetta mál snýst ekki um fjölda þingmanna. Þetta snýst um það að hvert atkvæði greitt utan suðvesturhornsins gefur fleiri þingmenn en það sem greitt er innan suðvesturhornsins.
Munið þið eftir því þegar Matthías Bjarnason var kosinn á þing og hann var með FIMMFALT færri atkvæði á bak við sig en Matthías nafni hans Mathiesen í Reykjaneskjördæmi ? Nú er þetta ca nærri þrefalt í mismun. Eina sem búið er að laga er að flokkarnir hafa í heild sinni eftir að uppbótarsætum er úthlutað nokkurn veginn heildar þingmannafjöld miðað við kjörfylgi yfir landið allt. Það er þó ekki jafnt milli kjördæma eins og vikið var að.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.6.2009 kl. 10:15
Ég var nú líka meira að snúa útúr með þingmannafjöldann og hæfileika þeirra og þá sérstaklega menntun og hæfi ráðherranna. Það sem mér þykir undarlegast við þessa kæru fyrrum sveitunga míns, sem er fréttin sem tengt er við, er að alla tíð á meðan við bjuggum norðan heiða hefði okkur vart dottið í huga að kæra þetta misrétti sem atkvæðavægið í landinu er. Er alveg sammála fáránleikanum í þessu öllu saman.
Hafsteinn Björnsson, 16.6.2009 kl. 10:21
Hér er ekki verið að gera athugasemd við hvað landið er mörg kjördæmi, heldur mannréttindabrot.
Það væri vel hægt að úthluta fjölda þingmanna í kjördæmi eftir fjölda kjósenda í hvert sinn. það væri alveg hægt að hafa misjafnt atkvæðavægi milli kjördeilda þó landið væri eitt kjördæmi ef það er vilji fyrir hendi til að brjóta mannréttindi
Sævar Finnbogason, 16.6.2009 kl. 14:19
Ég er ekki að bera á móti því að kerfið eins og það er og hefur verið, er gallað.
Sem Reykvíkingur þá hef ég verið allt annað en sáttur við það gegnum tíðina að það séu td. fjögur atkvæði í Reykjavík gegn einu á Vestfjörðum eins og dæmi eru um.
Samt, þá er fjöldi íbúa landsins og að ekki sé talað um bara fjölda kjósenda ekki það mikill að það eru til fyrirtæki sem eru miklu mun stærri, og þá kannski með 25-40 manna stjórn sem reka þau með mun betri árangri en hefur verið gert með ríkið hérna. Sú stjórn er þá kosin af hluthöfunum sem eru þá í okkar tilfelli öll þjóðin í einu.
Það er frekar það sem ég á við og finnst það myndi einfalda margt og verða sanngjarnara en ef væri haldið í kjördæma skiptinguna.
Eggert J. Eiríksson, 16.6.2009 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.