13.10.2008 | 23:41
Usss .. Verður að bregðast við..
En jeremías, við Íslendingar ættum að gefa okkur smá tíma og lesa fáfræðina og fjandskapinn sem er að krauma í Bretum þarna í viðbrögðum við fréttinni.
Þeir virka á mig með hverjum deginum líkari heilaþvegnum könum en fáguðum "gents" eins og þeirra ímynd "var".
Það er ekki að komast inn í þeirra þykku kúpur að við stálum ekki peningunum þeirra.
Vá hvað ég verð pissed yfir þessu!
Bretar fá enga samúð frá mér meðan þeir láta svona eins og fífl
Kv EJE
Grimmúðlegt og úthugsað auglýsingabragð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 07:03
Ok...
Kv EJE
Ein kona í skilanefndum yfir bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 20:12
Hvernig er liturinn á himninum í þínum heimi ??
Látið sjóðina okkar vera! Þá á ekki að nota til að "bjarga" málum í Kauphöllinni.
Afhverju eru kauphallir/seðlabankar USA og UK að stöðva (banna) svona viðskipti og svo kemur maður úr okkar kauphöll og segir "hey! Fínt að vaða í sjóði smáborgarana í landinu, það er ekki eins og þeir séu að fjárfesta þessum peningum fyrir framtíðina" ( Kræst!! )
Og ég veit ekki, en mér fannst nú menn einmitt vera að tala um að það hefði verið tekin skortstaða á krónunni hérna í vor, það skal enginn reyna að segja mér að svona viðskipti séu ekki stunduð hérlendis eins og víðast hvar annarstaðar í heiminum.
Kv EJE
Vill liðka fyrir skortsölu hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 02:32
101 Counterstrike .. Hvað varð um það?
Þarna mátti sjá mjög greinilega m.a. Café París, Landsbankann, Búnaðar/Kaupþing banka, Ingólfstorg, Veitingastaðinn Hornið, Vöffluvagninn, Austurvöll og margt annað.
Sem grjótharður CS hatari (ekki kannski leikinn sem slíkann en kannski frekar þá sem sem voru upplagið ag spilurum og kjafthátt þeirra .. fyrir þá sem þekkja málið, þá spilaði ég frekar TFC sko) hefði jafnvel brotið odd af oflæti mínu og sótt mappið til að geta vappað um svæði sem við molbúar þekkjum svo vel. allar þær "skrínsjott" myndir sem ég var búinn að sjá af svæðinu lofuðu MJÖG góðu.
Kv EJE
CCP endurskapar Sirkus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 12:15
Ekki nóg..
Það er ekki nóg að setja bara "plástur" á brunasárin þegar rafmagnsslys eru annarsvegar, ef það er minnsti grunur um að það hafi farið straumur í gegnum líkaman þá verður að vakta margt. Áhrifin koma kannski ekki ljós fyrr en einhverjum dögum seinna.
Guðmundur Gunnarsson skrifar fróðlega grein um þetta á blogginu sínu ..
http://gudmundur.eyjan.is/2007/12/rafmagnsslys-og-afleiingar-eirra.html
Og samt svona til þess að benda mönnum á sem eru að býsnast yfir "afhverju" eða "hvernig" þetta gat gerst, þá eru til góð lína sem er eitthvað á þessa leið, "það sem er ekki hægt getur alltaf gerst aftur" .. Þetta er slys, punktur.
Vonandi fer þetta vel hjá stúlkunni
Kv EJE
„Þetta var bara fikt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 20:15
Ööö Hmmm ..
Afganistan hefur víst aldrei verið sigrað í hernaði, og þó Kaninn hafi komið þarna með allar flottu græjurnar sínar og náð að slá á puttana á Tailbönum og skipt út fólkinu í brúnni (málamyndastjórn?) þá myndi ég ekki segja að þeir hefðu sigrað landið.
Ætla að mæla með tveimur bíómyndum sem fjalla á sinnhvorn háttinn á stríðsbrölt risaveldanna.
9th Company ..
Rússnesk stórmynd um sögu hóps manna sem fór í fjöllin í Afganistan meðan á þeirra ströggli stóð þarna (hún er að vísu eitthvað stílfærð en þó öfugt miðað við Hollywood þá hallar frekar á persónurnar í myndinni en þær sem börðust þarna raunverulega)
War, inc. ..
Stórkostuleg ádeila á stríðsbrölt Georg W. Bush og peninga plottið í kringum svona stríðsrekstur.
(bók sem nefnd er í myndinni er td. eftir "oh, you knöw who" og ber titilinn "How I Conquered the world and Dealt with Issues with my Father" .. skrifað eins og sagt er )
Kv EJE
Hernaðaráætlunin endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 00:47
Afhverju stimplað á Klám?
Hefur einhverjum dottið í hug að þetta gæti hentað gagnvart netbönkum ?
Þó svo að lykilorð og annað tengt bönkunum sé að sjálfsögðu dulkóðað þá væri það líklegast ágætis byrjun fyrir þá sem vilja brjóta á öðrum að komast að því hvaða banka viðkomandi notar.
Það er margt annað sem getur verið gott að geta verið viss um að hverfi þegar maður fer í tölvu sem er ekki engöngu notuð af manni sjálfum td. vefpóstur bloggsíðu aðgangur facebook og margt annað.
Kv EJE
Explorer með klámstillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2008 | 15:53
Gaman að..
Veit ekki hve margir sjá Sky fréttastöðina en þeirra fólk var að koma heim í gær og magnaðar viðtökur sem þeim voru veittar, opnir Lundúnarvagnar og heill her af fólki sem veifaði fánum og fagnaði heimkomunni.
Að vísu eigum við ekki marga verðlaunahafa frá leikunum og hef ekki aldur til að muna hvernig var tekið á móti Vilhjálmi Einarssyni þrístökkvara, en bæði Vala Flosa stangastökkvari og Bjarni Friðriks júdókappi hefðu alveg mátt fá mun meira en blómvendi í flugstöðinni.
Við erum með þessu silfri komin mjög ofarlega á lista með verðlaun miðað við höfðatöluna sem við viljum svo oft bera okkur við.
Kv EJE
Svið reist á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 13:25
Gaman að þessu..
"Svo ég fór að kofa Churchills..."
Hefur líklegast staðið "Churchill´s cabin" í erlendu fréttinni en er svo þýtt "kofi" sem passar ekki alveg á skipum
Kv EJE
Deildi stríðsleyndarmáli með Churchill á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 07:32
Afhverju? ...
Senda þeir ekki þyrluna strax?
Manngreyið búið að liggja fótbrotinn í fleiri klukkutíma og stórhætta á að það geti komið drep í fótinn.
Frændi minn lenti í álíka fyrir þó nokkrum árum svona utan alfararleiðar og fyrst var sendur sjúkrabíll sem komst ekki til hans og þá fyrst var kölluð út björgunarsveit, endaði með því að hann komst ekki á sjúkrahús fyrr en nær 6 tímum síðar og endaði með "vægt" drep við brotið. Frændi var bara svo heppinn að móðir hans var yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu í borginni og hún gat sinnt honum í umbúðaskiptum tvisvar á dag eftir að hann komst heim.
(þetta var ekki opið brot hjá honum en beinið stóð út í holdið)
Kv EJE
Björgunaraðgerð við Hagavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar