Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2012 | 18:14
Prófa að nota Google í 2sek!!
Hann heitir Volkswagen Phaeton en ekki "Pheaton"
KV EJE
Volkswagen Phaeton fær lengra líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2012 | 07:44
Hvernig farið þið að þessu ??
Í fréttinni segir að umsóknin sé fyrir 30,5m en fyrirsögnin klárlega til að ýkja allt upp og æsa skrílinn segir 40 metrar!!
Frábær fréttamennska
p.s. ég er ekki hrifinn af þessari framkvæmd á neinn hátt .. hefði allt eins látið mér detta í hug að nota tankana á Grafarholtinu frekar
Kv EJE
Vilja 40 metra mastur á tindinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2012 | 06:43
Passar ekki alveg..
"Þannig gefst notendum Street view" götumyndaþjónustu Google kostur á því að skoða sig um á bökkum Rio Grande árinnar, í skógarslóðum og jafnvel í nokkrum þorpum frumskógarins. "
Ég er nú enginn sérfræðingur en eitt veit ég þó að Rio Grande á bara alls ekkert skilt við Amazon svæðið, sú á liggur með landamærum USA og Mexico.
Enda minnist Gooogle ekkert á Rio Grande í þessari grein um málið
http://googleblog.blogspot.com/2011/08/street-view-goes-to-amazon.html
Amazon frumskógurinn í götumyndum Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 08:10
Harður?
Enn og aftur fara fréttamenn beinlínis með rangt mál í offari sínu.
Það eru til ákveðnar orðalags reglur um jarðskjálfta eins og með vind, úrkomu og öldufar og ég er hand viss um að okkar ágæta fólk á veðurstofunni er meira en tilbúið að ráðleggja fréttamönnum sem það vildu. Síðan þarf auðvitað varla að taka það fram að líklegast er fréttamaður hérna að skrifa frétt um óyfirfarinn skjálfta af sjálfvirkum vef veðurstofunnar (sem hefur reynst ónákvæm oftar en einusinni)
Samkvæmt vef wikipetia um Richter skalann þá er listinn svona ca.
Undir 2,0 = "micro" (ca. 8000 á dag víðsvegar á jörðinni)
2,0 - 2,9 "minor" (ca. 1000 á dag)
3,0 - 3,9 einnig taldir "minor" (áætlað um 49000 á ári)
4,0 - 4,9 "light" (áætlað um 6200 á ári)
5,0 - 5,9 "moderate" (ca 800 á ári) .. Hérna fyrst getum við farið að tala um harða skjálfta.
6,0 - 6,9 "strong" (ca. 120 á ári)
7,0 - 7,9 "major" (18 á ári)
og listinn heldur áfram ...
http://en.wikipedia.org/wiki/Richter_scale
p.s. Ég er á engann hátt að gera lítið úr því fólki sem finnst óþægilegt að búa við ítrekaða skjálftaí nágrenni við sig, en það lagar alls ekki hugarfarið að blása þetta svona upp í fjölmiðlum.
mbkv. EJE
Harður skjálfti í Mýrdalsjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2011 | 19:20
Goggunar röðin
Ég sem labba þó nokkuð til og frá vinnu og einnig mér til skemmtunar þegar vel viðrar, þarf oftar en ekki að víkja frá eða taka krók þegar bílar þvera gangstéttir eða er lagt upp á þeim. Ökumenn virða líka sjaldnast grundvallar reglur eins og þegar þegar þeir koma út af bílastæði YFIR gangstétt (td. Lyfja og 10-11 Lágmúla) þá á sá gangandi réttinn, og það er bókstaflega ekið yfir tærnar á manni þótt maður sé kominn yfir miðja innkeyrsluna.
Síðan þarf sá fótgangandi að stökkva frá og hafa um leið sterkt hjarta (manni drullu bregður!) þegar hjólreiðamenn koma á fleygiferð aftan að manni, og ekki bæta nú þessar nýju rafmagns vespur ástandið. Svo til að kóróna allt þá ber nú svoldið á því hérna í og við Laugardalinn að einn og einn stelst eftir stígunum á skellinöðrum (bensín knúnum!!).
Þegar ég geng á þeim stígum sem hafa sér merkta hjólaakrein (sjá td. mynd með frétt (ekki er nú farið mikið eftir því þar!?)) þá reyni ég að vera sem fjærst á stígnum og lít ábyggilega út fyrir að vera á flótta undan einhverju þar sem ég lít það oft aftur fyrir mig.
Mitt innlegg..
Kv EJE
Dæmi um alvarleg reiðhjólaslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2011 | 11:03
Staðreyndir..
Gorch Fock var/er upprunalega skipið og heitir "classinn" eftir því skipi, en Gorch Fock var sökkt á grunnsævi af áhöfninni eftir skothríð Sovíet hersins (með skriðdrekum) til reyna að hindra að þeir kæmust yfir skipið en því var lyft og fór á endanum til Rússlands, en þegar múrinn féll þá höfðu þeir ekki lengur efni á að viðhalda því. Styrktar aðili fékkst til að gera það upp í Bretlandi 1995 en var fallið frá því þá sökum mikils kostnaðar en er núna komið aftur "heim" til Stahlsund þar sem það var byggt eftir að þýskir aðilar styrku viðgerðir.
Hin systurskipin eru ..
Sagres III, Herbert Norkus og Mircea og eru öll sjófær eftir því sem ég kemst næst.
Örninn kominn til hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2011 | 21:25
Stöð 2 sport
Ég "sá" síðustu 13 hringina á vefsíðu sem gefur textalýsingu sem uppfærist á 30sec fresti og það var gersamlega allt í járnum þarna, þvílík spenna (eftir því sem ég gat best lesið ).
Klúður hjá Stöð2 og það ekki í fyrsta skiptið sem læst er meðan keppni stendur yfir eða ekki opnað þegar hún byrjar.
En "líklega" verð ég að gefa þeim "smá" séns með hversu mikil töfin var en er þó ekki mjög sáttur við það.
Kv EJE
Button sigrar í ringulreiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2011 | 07:29
Stærðfræði ??
61% samþykkja
39% á móti
30% óakveðnir
Hvað á þetta að þýða ??
En ég spyr líka, hvað varð um þessi 98% sem felldu síðasta samning ???
Eru Íslendingar virkilega svona grunnhyggnir að þeir bara "nenni þessu ekki lengur" (eins og Svavar?)
Mbkv
EJE
Meirihluti segist styðja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2011 | 17:55
Já EN.... !!
Getum við ekki þá fengið eina töflu sem sparar manni rakblöðin um ókomna framtíð ??
Mb Kv EJE
Skýringin á skallanum fundin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 18:54
Drógumst við aftur úr?
Ég veit það er kreppa og allt það, en hvernig stendur á að Malmö borg er komin með 350 svona vagna í notkun og við erum ennþá að flytja inn Diesel olíu á strætisvagnaflotann okkar?
Og eitthvað hlýtur að vera bogið við verðlagið á gasinu fyrst megnið af því sem kemur upp af haugunum er látið brenna ?? (Hef heyrt af því gegnum starf mitt að þar sé gríðarleg orka að fara til spillis) Og þá líka eru þá hagkvæmnis útreikningarnir sömuleiðis eitthvað skrítnir.
Kv EJE
Skoða kaup á 40 metanvögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar