Færsluflokkur: Bloggar

Chile - Sjíle ??

Ok gott og vel, ég vona að þessir menn náist nú upp heilir á sál og líkama.

En ferlega finnst mér ljótt og leiðinlegt þegar mbl ofl. missa sig alveg í að þíða ALLT þar með talin nöfn landa og stórborga. Og geta svo ekki einusinni haldið sömu ritaðferð út alla greinina!

Landið heitir Chile og þar á við að sitja, það er amk mín skoðun.

Ég myndi td. veðja á að við myndum ekki sjá mikið skrifað um Reykjavík sem Smoky Bay í erlendum stórblöðum.


mbl.is Vilja ekki borga björgun námumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór eldfimur??

Ok..

Ég vorkenni þessum manni fyrir brunann, sem aldrei er gott að lenda í.

En ég spyr hvaða ruglud... skrifar þessa frétt??

Áfengi þarf amk að vera 30-40% að styrkleika til að brenna og bjór í almennri sölu er yfir leitt í kringum 5% þó svo að það sé til sterkari bjór þá er metið held ég um 16%.

Ég myndi semsagt frekar þakka þessu fólki fyrir viðleitnina.

p.s. Svo má auðvitað gera athugasemdir við að vera yfir höfuð klæddur eins og kind á almannafæri.
mbl.is Kveikt í manni í kindabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugt að bera við USA

Það er ekki eins og stýrivextir þar séu 12% eða hærri, stjórnvöld í USA þurfa ekki að kvarta þegar vextirnir þar eru settir svotil á núll til að ná upp hagvexti aftur, þeir hafa marg oft gert það þegar harðnar á dalnum, en hvað er gert hérna?

Vextirnir hér eru hafðir áfram háir, þannig að bankarnir "okkar" hagnast á leggja fyrir meðan fyrirtækjunum og sótsvartur almúgurinn blæðir og fá ekki lán!

Kv EJE

mbl.is Seðlabankinn hefur fleiri tæki en bara stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buhuhuh ..

Sorry .. ég hef enga samúð..

Hvorki yfir handtökum né málstaðnum, amk ekki eins og hann er kynntur.

mbl.is Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ekki..

Afhverju er ekki landið bara eitt kjördæmi?

Það er ekki eins og þingmenn séu endilega að koma úr þeim kjördæmum sem þeir skrá sig á hvort eð er, þannig að ekki er nauðsynlegt að skipta landinu þess vegna.

Við verðum að átta okkur á að við erum bara smáþjóð og þurfum ekki svona stóra yfirbyggingu á öllu. Ég er nú td. á því að við séum með of marga þingmenn en það er kannski bara ég. Errm

Kv EJE

mbl.is Missti mannréttindi við að flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð frétt!

Ég tek ofan fyrir KS að bjóða svo rausnarlega, og það til uppbyggingar skólans á svæðinu.

Frábært framtak hjá þeimm sem aðrir fjársterkir mættu vel taka sér til fyrirmyndar til þess einmitt að hleypa lífi aftur í þjóðfélagið.

Óskiljanlegt samt hve sumir þurfa að bísnast yfir tilboðinu og kalla KS okrara, er ekki frekar kominn tími einmitt á jákvæðari fréttir og jákvæð blogg, eða er fólk orðið það biturt að það getur ekki séð ljósglætu gegnum allt myrkrið lengur?

Tja.. Mitt mottó er allavega að reyna að fara brosandi gegnum lífið og ef það eru óhöpp eða ógöngur þá má alltaf reyna að finna broslega hlið einhverstaðar. Það gerir engum gott að vera argur alla daga.

Kv EJE

mbl.is Vill lána Skagafirði 600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint í rassinn gripið..

Eftir því sem ég hef heyrt er stálgrindin (600 tonn) svotil öll komin til landsins og glerið langt komið og þá væntanlega reikningarnir fyrir efninu í kjölfarið.

Hver er þá sparnaðurinn annar en kannski vinnuliðurinn í að loka kofanum?

Kv EJE

mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segiði svo að við ráðum okkur sjálf!

Það er bara markvisst verið að sækja að okkur, og stefnan virðist vera að gera þetta Eyríki okkar í norðurhöfum að bláfátæku og eignalausu landi.

Þeim langar í fiskinn okkar orkuna og ja hver veit Drekasvæðisolíu ef hún kemst upp úr hafinu þarna.

Kv EJE

mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef sagt það áður..

Og segi það bara einu sinni enn..

Hver vegna í veröldinni eru Lögreglan og aðrar stofnanir sem snúa að öryggi okkar og heilbrigði eins og td. Landhelgisgæslan og Landspítalinn, alltaf sveltar nauðsynlegum fjármunum til að standa undir rekstri og mannsæmandi launum til handa þeim sem vilja vinna þessi oft á tíðum vanþakklátu störf??

Mun aldrei skilja það, sorry.

Kv EJE

mbl.is Óvissa um störf lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað rangt við þetta..

Lítil og létt google leit segir mér að verðmætið sé ekki metið á milljarða dala heldur 1,4 milljón$

Munar "bara" þremur núllum og helling í verðmæti.

"owners of the jewelry were going to hold Rihanna liable if the accessories weren't returned, with the total cost and damages related to their late return as more than $1.4 million."

Ætli Bretadrottning eigi glingur sem kostar milljarða? Ég er ekki viss (ef við teljum ekki einhver ómetanleg krúnudjásn það er).

mbl.is Vill að lögreglan skili skartgripunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband