Drógumst við aftur úr?

Hvernig var það, voru ekki stórar hugmyndir um "olíulaus" ökutæki á Íslandi hérna fyrir örfáum árum?

Ég veit það er kreppa og allt það, en hvernig stendur á að Malmö borg er komin með 350 svona vagna í notkun og við erum ennþá að flytja inn Diesel olíu á strætisvagnaflotann okkar?

Og eitthvað hlýtur að vera bogið við verðlagið á gasinu fyrst megnið af því sem kemur upp af haugunum er látið brenna ?? (Hef heyrt af því gegnum starf mitt að þar sé gríðarleg orka að fara til spillis) Og þá líka eru þá hagkvæmnis útreikningarnir sömuleiðis eitthvað skrítnir.

Kv EJE
mbl.is Skoða kaup á 40 metanvögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Væri nú ekki skynsamlegra að gefa, til dæmis einu eða tveim fyrirtækjum á Íslandi, tækifæri til þess að breyta einum eða tveimur gömlum vögnum til þess að ganga fyrir metan gasi ? Þessir vagnar yrðu síðan prófaðir og ef vel gengur þá yrði fleiri vögnum breytt.

Er þetta ekki vitlegri leið, heldur en að ana út í milljarða eyðslu og með tilheyrandi lántökum ? Eru menn strax búnir að gleyma öllu ruglinu í kringum "gengislánin" ?

Tryggvi Helgason, 29.9.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sko Tryggva. Frábær flugmaður en samt á jörðinni hvað þetta varðar. Auðvitað á að fara sér hægt en marka sér skýra stefnu til að ná markmiðinu: koma almenningsvögnum og öðrum ökutækjum yfir á nýja og gjaldeyrissparandi orkugjafa.

Gísli Ingvarsson, 29.9.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Jú vitaskuld ætti að leyfa hugvitinu sem býr hér á landi að blómstra og málm og rafiðnaðurinn sem er þegar í rúst ætti þá líka að geta fengið eitthvað að gera.

En það sem stakk mig mest og eins og ég segi hér ofar, er að þarna upp á Álfsnesi er verið að sólunda fullt af orku já og eða líka selja það litla metangas sem nýtt er á ökutækin hérlendis á alltof háu verði, eflaust með sköttun og þess háttar.

Klárlega þarf að ná inn fyrir "vegskattinum" en meðan þetta sparar okkur orku og gjaldeyri að ég tali nú ekki um hve mikið það myndi létta á samgöngum hérna, þá finnst mér að það hljóti að vera leið til að láta gasið renna á vagnana og aðra bíla stofnanna ódýrt eða svotil fritt amk. til að byrja með.

Eggert J. Eiríksson, 29.9.2010 kl. 19:43

4 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Gasið kemur jú þarna upp hvort sem við viljum eða ekki og það má ekki fara óbrunnið í andrúmsloftið ef það er nokkur leið að stoppa það alveg. Metangas er eitt af því sem spillir fyrir okkur þarna efst uppi

Eggert J. Eiríksson, 29.9.2010 kl. 19:44

5 Smámynd: The Critic

Já íslendingar eru langt á eftir öðrum þjóðum þegar það kemur að metan gasi, en það er alltaf talað um þetta í fjölmiðlum eins og við séum einhverjir brautryðjendur. Í flestum löndum Evrópu er metan orðið vinsælt og fæst orðið á mörgum bensínstöðvum og kostar töluvert minna en það kostar á íslandi þar sem 1 bensínstöð á landinu selur þetta þannig að það þarf engan að undra að það sé einokun á þessu. Á erfitt með að skilja það hvernig hægt er að réttlæta 120kr fyrir ( 1lítra ) af metan þegar þetta er gas sem kostar ekkert í framleiðslu og ber engin gjöld eins og olía.

The Critic, 29.9.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband