HAAA ???

Hvaða RUGL er þetta ??

Ef lúgan eða póstkassinn bilar hjá fólki  þá veit ég alveg hver borgar viðgerðir, þetta er bara einhver "heimspekilegur" leikur að orðum held ég (heimskulegur væri nær að segja).
Er þá "fjölpósturinn" (ruslið) ekki strangt til tekið sendanda? jaa eða burðardýrsins ? Nú borgin á ruslaföturnar og hún vill helst ekki fá þetta rusl þangað ofaní (nema kannski tunnan sé blá?) Ég vill ekki þessa tegund pósts til mín og hef satt að segja enga samúð með neinum sem sér um slíka dreifingu nema ef kannski burðardýrinu sem er drekkhlaðið á hverjum degi.
Annars hef ég verið með gulann miða á lúgunni sem afþakkar þennann fjölpóst í nokkur ár og það hefur virkað svona að mestu, kannski Ágústa Hrund hjá Íslandspósti sé að blása í herlúðra gegn þessum miðum og ætli að hrúga inn um ALLAR lúgur landans ?

Í sjálfu sér er verið að troða á mann auglýsingum eins og sé ekki nóg gert nú þegar en mér finnst þetta mjög einfalt, EF mig vantar að vita eitthvað, þá sæki ÉG upplýsingarnar, hvort sem það er um verð á pensli í Byko, hvað sé í sjónvarpinu um helgina (eins og þess þurfi líka) eða "besta verðið á Amerískum ísskápum!

Mér finnst í raun verst að þurfa að berjast fyrir því með harðri hendi að verða ekki kaffærður með pappír hvort sem það er "fjölpóstur" eða fríblöð en ég set þau undir sama hatt.

Ekki heyrist mikið í umhverfissinnum með þessa vitleysu.
Hvað er pappírsfjallið orðið stórt á hvert heimili ?
Hvað kostar að farga þessu rusli ?
Væri ekki betra ef fólk hefði val sem mark er tekið á ?

Kv EJE

mbl.is Skylt að dreifa fjölpóstinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dvergur

"[...] póstkassa eða póstlúgu skilgreinda í lögum sem kassa eða rifu á byggingu fyrir söfnun póstsendinga."

Pfffft... Auðvitað er póstkassi (a.m.k. sá sem er utan á húsinu) "kassi á byggingu" sem húseigandi Á og hefur keypt. Þegar þú kaupir útihurð getur þú valið hvort það er bréfalúga eða ekki á henni, og það er örugglega dýrara að hafa bréfalúguna. Og hvað.... þykist íslandspóstur einhverju ráða yfir því hvað fer þarna í gegn?

 Er ekki kominn tími til að skila bara ruslpóstinum til helstu sendenda.  Taka sig saman og fara á ákveðnum degi og sturta ruslpóstinum inn hjá BT, Tölvulistanum, Hagkaup, Júróprís og hverjum þeim sem óhóflega mikið af þessum risastóru glansbæklingum.

Eða skila bara öllum ruslpósti bara til íslandspósts.

Ég er a.m.k. orðinn fyrir löngu þreyttur að að forstofan hjá mér er alltaf full af óvelkomnu rusli. 

dvergur, 30.8.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband