Skil þetta ekki..

Og mun líklega aldrei gera það..

Hvað er AÐ fólki sem heldur að það geti bara komist upp með að vaða á hurðir Lögreglustöðvar með tommu sex planka (sést á myndum fjölmiðla) grjóti og hvað meira?

Þið búið í ríki það sem lögum og reglum er haldið uppi nokkurn veginn og þar er svona háttsemi ekki samþykkt! Hvurn fjandann átti lögreglan að gera þegar skríllinn braut upp seinni hurðina (nb. þau eru komin inn um eina áður með látum!!) áttu þeir að bjóða upp á kaffi og með því????????????!! Angry

Og annað, hvað er fullorðið fólk að gera með að mæta með börn og unglinga á öll þessi mótmæli?
Það kemur mynd amk í netmiðli af manni með kornabarn framan á sér í bleikum burðarstól daginn sem Bónusfáninn var dreginn að hún og ég hef áræðanlegar heimildir fyrir því að annar maður hafi haft ca. 8 ára gutta fyrir framan sig og eiginlega ögrað lögreglu.

Þetta er EKKI 17. júni eða Menningarnót, ef síður uppúr þá hafiði engann tíma til að bjarga börnunum ef þið hafið þá yfir höfuð tak á barninu sem ykkur ætti að vera kærast.
Því miður held ég að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær það verður verri sprenging við mótmælin áður en yfir líkur og það verður kolsvartur dagur í sögu okkar þjóðar.

Ég ætla ekki að fara út í hártoganir um ólöglega handtökur eða neitt þannig þar sem málið hætti að snúast um það um leið og fyrsta steininum var kastað á Hverfisgötunni á laugardaginn.

mbl.is Segir lögreglu ekki hafa varað við piparúðaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dvergur

Þetta hef ég einmitt ekki skilið, að brjóta sér leið inn á lögreglustöð með ofbeldi og skemdarverkum, og býsnast síðan yfir því að gripið sé til varnar.

Og hvað var þessi unglingur að þvælast svo nálægt dyrunum að hún "þrýstist með inn"?

Á myndböndum má sjá að það er búið að hamast nokkuð á ytri dyrunum áður en byrjað er að berja á þeim með staurnum, eða plankanum. Þá ætti að vera orðið löngu ljóst a þetta eru EKKI friðsamleg mótmæli. Þá myndi ég telja nokkuð tímabært að hugsa sinn gang ef maður er með börnin sín nálægt og koma sér í hæfilega fjarlægð, eða á brott.

dvergur, 25.11.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband