Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2009 | 07:27
Afhverju talar fólk ekki bara hreint út?..
Fólkið vildi nýja ríkisstjórn, hún er komin, svona til hálfs ca.
(ég meina það er sami flokkurinn og stefnurnar áfram að hluta til, þó réttilega sé búið að skipta um rassa á stólunum)
Flokkakerfið burt segir fólk, en stjórmálafræðingurinn sagði að svona kerfi hefðu nú lifað mun verri hörmungar en steðjar að okkur, eins og heimstyrjaldir, þannig að ég hef ekki trú á þeim óskum fólksins.
Mér finnst nefnilega liggja í öllum þessum upphrópunum og yfirlýsingum að fólkið vilji bara Sjálfstæðisflokkinn burt en ekki mikið meira, og ég get ekki annað en farið að vera smá sammála Kjartani hérna því þetta er svolítið farið að minna mig á ljóta atburði í mannkynssögunni.
Hvað ætli sé langt í að XD liðar fái merki á brjóstið og verði safnað saman í stíur, nú eða flengdir opinberlega (segi ekki skotnir kannski en..), allir fjármunir teknir af þeim án dóms og laga og þaðan settir í vinnubúðir?
Minnir þetta ykkur á eitthvað?
Gyðinga Evrópu fyrir ca. 70 árum kannski? Þeir voru margir hverjir efnaðir kaupmenn og höfðu alla tíð verið hálf öfundaðir og kannski fengið á sig hornauga fyrir að dreifa ekki auðnum.
Kv EJE
Pólitískar hreinsanir og ofsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 22:34
Merkilegt........
Þetta er atriði sem mér fyndist allt í lagi hjá mbl að athuga eða amk. taka upp einhverja umræðu um, fyrsta skrefið en ekki nóg, var að taka fyrir nafnlaus blogg en þeir sem hanga á því að kynna sig ekki mæta þá bara inn hjá öðrum og eru með dónaskap í kommentunum.
Ég vill minna á að það eru ekki allir Sjálfstæðismenn launaháir hagsmunapotarar heldur almennir borgarar eins og ég vill leyfa mér að trúa að kjósendur flestra flokka séu, en hafa bara aðra skoðun á lífið og tilveruna en þeir sem hallast að miðju eða til vinstri.
Og ef ég þekki söguna rétt, þá er bara að koma í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf grætt á vinstristjórnum, ég bara bjóst ekki við að sjá þá tilhneigingu svona fljótt.
Kv EJE
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.1.2009 | 17:56
Frábært!!
Óskiljanlegt hve ökumenn eru kærulausir og aka af stað með gægjugöt á framrúnni og svo eru rafmagnsrúðurnar keyrðar niður til hálfs og upp aftur og ekið af stað kolblint.
Kv EJE
Skóf ekki og fékk sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009 | 07:10
Kosningarnar í vor..
Þær snúast bara að mínu mati um hverjir eiga að stjórna landinu.
Ef það á að ganga í eða amk sækja um aðild hjá ESB þá vill ég að sé kosið sérstaklega um það og settar um það reglur um lágmarkskjörsókn til að kosningin gildi. Ekki taka svona Reykjavíkurflugvallar kosningu á þetta stóra mál þar sem mig minnir um 37% kjörgengra kusu og þannig réðu ca. 16% íbúann hvernig fór .. (sem er nú reyndar ekki klárað mál ennþá held ég)
Og auðvitað finnst þeim þarna í Brussel Ísland verða "góð búbót" í sambandið, á eftir að sjá okkur ganga þarna inn og halda sjálfstæði okkar .. er ekki bjartsýnn þar sko. En það er kannski bara ég.
Kv EJE
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 20:34
Og alltaf er fólk jafn hissa!
Þetta er ekki flókið, og meira að segja skráð í landslög.
Skipun "á" að hlýða strax, ekki á eftir eða bráðum og þá heldur ekki ganga gegn skipuninni.
En smá fróðleikur þessu tengt, ef ég mætti velja þá tæki ég táragasið fram fyrir piparúðann, það er EF ég væri í þessu basli, þar sem það tekur amk. 45min að létta áhrif af piparúða meðan táragas hefur áhrif á fólk í ca. 10-15min.
Táragas er líka EKKI eitraðra en svo að það má nota það með hestum og hundum þar sem fá dýr önnur en homo sapiens verða fyrir áhrifum þess, en þar sem ég las mér til um þetta þá var mælt með að skola göturnar á eftir þar sem leifar af duftinu sem gasið (frekar reykur/ areosol) kemur frá gæti sest í kantsteina og gangstéttar raufarnar og valdið óþægindum síðar en ætlað er.
Lítið svo á björtu hliðarnar, það er amk snjór þarna til að kæla fésið ;o)
kv EJE
Lögregla beitti piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 20:20
Er ekkert hugsað?
Núna eru læti fyrir framan eitt stæðsta hótel okkar íslendina í annað skiptið á innan við viku og ferðamennirnir, gestir okkar bera tíðindin af ónæði, látum og óeyrðalögreglu heim til sín, ja eða skrifa ferðasögu á sitt blogg?
Ok Það má mótmæla fyrir mér, en það VERÐUR að stíga varla til jarðar í þessari, ég leyfi mér að segja, nýju bólu hérlendis.
Hvað gerist með lönd sem fá á sig óorð vegna stanslausra rósta og eða ofbeldis, Palli túristi og félgar hætta að koma! Og það tekur mörg ár að fá þá aftur!
Það er sagt í viðskiptum að "ef þú styggir einn viðskiptavin, þá geti hann tekið 10 með sér" og ég er á því að á tímum upplýsinga og nets sem við lifum á þá geti talan 10 verið mun stærri.
Kv EJE
p.s. "....... og Herinn burt" .. fyrirgefið en lesa þessir mótmælendur ekki fréttir?
NATO fundur: Gífurleg gæsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 10:17
Ég skil ekki hvað fólk er að hugsa..
Þótt skattbyrði einstaklingsins sé hlutfallslega ekki há af 5-6millj deilt með þeim hva 200þús sem borga skatta þá er það alveg sama.
Þetta eru YKKAR eigur fólk !! HUGSIÐI SMÁVEGIS !
„Fannst þetta afar uggvænlegt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 22:17
Ahh ! .. En hvað um...
Núna var að koma út 55 ára ammilis blað þeirra .. og ég myndi borga góðar krónur fyrir eintak af því blaði sko (alltaf góð ammilisritin hjá PB )
kv EJE
Innflutningur á fagtímaritum á algjörum ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 20:46
Ég bara spyr ..
Fólk var að bíða eftir þessum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 08:36
Spurja 20 manns..
Kv EJE
Taki upp evruna einhliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar