1.11.2007 | 00:28
Efast ekki..
Ég efast ekki um að Andrea Bocelli hafi staðið sig með fádæma prýði þarna í Egilshöll, en ég hef séð brot úr upptöku þar sem hann var á sviði úti á miðju torgi á Ítalíu. Synd samt að við skulum ekki geta boðið upp á skárri sali en íþróttahús og eða kvikmyndahús fyrir tónleika hérlendis. Ég veit að það er verið að byggja tónlistarhús niðri við höfnina en eftir því sem mér skilst þá mun salurinn þar "aðeins" taka 1500 til 2000 manns og það sem ég mun ALDREI skilja, þá mun ekki vera gert ráð fyrir Óperunni þar inni.
Þótt Gunnar Birgisson og Kópavogur sé að skoða að byggja eða amk bjóða pláss fyrir Óperuna þá finnst mér við sem þjóð (ekki bara Reykvíkingar) frekar átt að stefna því menningarformi í meiri nánd við veitingastaði borgarinnar og aðrar stofnanir sem bjóða upp á svipuð táningalistform .. En auðvitað er það "bara" mín skoðun.
Eitt annað sem ég skil ekki (kannski að koma fram munstur hérna )..
Hvers vegna eftir að það hafi verið haldnir þó nokkrir stórtónleikar þarna uppfrá í Egilshöll, er umferðinni ekki beint í einstefnuhring inn og út frá tónleikunum?? Maður skildi ætla að umferðar "séníin" okkar gætu planað "smá" tilfæringar eina kvöldstund eða svo, nógu virðist vera auðvelt að loka eða þrengja stofnæðar á annatímum á sumrin.
Ég sé þetta fyrir mér að þegar umferð streymir að Egilshöll, þá sé þunginn á báðum akreinum frá Vesturlandsvegi frá brúnni að höllinni og þeir sem eru bara að skutla einhverjum eða álíka yrðu þá að halda áfram gegnum hverfið framhjá Spönginni og svo yfir Gullinbrú, síðan eftir viðburðinn þá sé þessu öfugt farið. Með þessu væri ekki megnið af umferðinni að festast þarna í Grafarvoginum og silast gegnum þéttari íbúðabyggðina. Það getur ekki þurft nema smá skiltaniðurröðun og stöku vel staðsettan lögregluþjón til að pulla þetta.
Ég gekk meiddur á fótum (haltraði) hraðar en bílarnir fóru yfir eftir Rogar Waters tónleikana í fyrra frá Egilshöll framhjá Spönginni og niður gegnum hverfið í Viðarrimann!!
Bocelli í Egilshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.