Reyndar var það..

Breti að nafni William Willet sem þrýsti mikið á að koma þessu á í Bretlandi en náði því víst ekki fyrir andlát sitt. Hann fékk hugmyndina í reiðtúr fyrir morgunmat árið 1905 þegar að hann hneykslaðist á hve margir Londonarbúar sváfu af sér sumarbirtuna, svo var hann víst aðallega að hugsa um sportin sín (síðdegis golf ofl.).

Klukkan er fyrst flutt af Þýskalandi og þeirra vinaþjóðum í Fyrri Heimstyrjöldinni þann 30. april 1916 og þá aðallega til þess að spara kol á stríðstímum, Bretland og þeirra vinaþjóðir fylgdu svo hratt eftir í kjölfarið.

Benjamin Franklin kom með línua "Early to bed, and early to rise, makes a man healthy, wealthy and wise". Hann birti nafnlaust bréf þegar hann var í Frakklandi sem mælti með að fólk færi á fætur við sólarupprás og nýtti dagsljósið, að Parísarbúar gætu nýtt kertin betur ef þeir færu bara fyrr á fætur. Þetta bréf lýsti því líka að það væri hugmynd að setja skatt á gluggahlera og að það mætti vekja fólk með fallbyssum og klukknahljóm.

Það sér hver heilvita maður að þetta bara virkar ekki hérna á norðurhvelinu og er óþarfi í dag sérstaklega hjá okkur þar sem orkan er næg. Ég amk vildi ekki vinna myrkranna á milli á sumrin LoL þótt ég væri mikið til í það í október til febrúa.

Margir eru fyrir það að við breytum tímanum hérlendis og nota ástæðu eins og að hafa sólarljós lengur eftir vinnu (ok þessir sömu eru kannski að græða eitthvað í sumarlok!).
Síðan eru bissniss kallarnir sem vilja vera á sama tíma og Evrópa en þá spyr ég, hvernig gera USA, Japan og Evrópa viðskiptin sín? Við erum bara nú þegar með ranga klukku miðað við sólargang, hádegi sólar er hérna um það bil klukkan tvö og að færa okkur að mið Evrópu væri að flytja hádegi sólar að ca. klukkan fjögur.

Ef menn vilja fara að rugla með þetta hérna þá verða þeir fyrst að laga klukkuna að hnattstöðu okkar og þá "kannski" er hægt að fara að ræða um dagsljóss ávinning en bissnessinn er í sama kúknum Wink.

Kv EJE


mbl.is Skipt í sumartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband