Færsluflokkur: Bloggar
12.2.2008 | 21:13
Hey Heyr!! .. en...
Ég myndi vilja taka þéttingsfast í hönd þess manns sem kemur reglum á fríblöð og ómerktann póst, sá hinn sami ætti líklegast fljótlega eftir afrekið skilið að fá stórriddarakrossinn frá Forseta vorum.
Algerlega óþolandi að geta ekki fyrir manns litla líf náð að stöðva fríblöð í að troðast inn um lúguna.
Ég hef rætt þetta áður hérna og þrátt fyrir að hafa hringt reglulega í Fréttablaðið í upphafi og í seinni tíð sent tölvupósta, þá kemur þetta árans blað óbeðið inn um lúguna mína amk. einusinni í viku, þetta er oftast um helgar (þunnir blaðburðardrengir?) og þá oft báða dagana. 24Stundir kemur sjaldnar... En... samt kemur það og þá auðvitað óbeðið.
Mín skoðun er sú að EF ekki er hreinlega greidd áskrift eða ósk um blað/póst fyrir hendi þá hafi þessir útgefendur engann rétt á að troða sér.
En... Ég get ekki skilið að það sé einfalt að pikka út innmatinn úr fríblöðunum, en notabene ég hef aldrei borið út blöð eða séð hvernig þeir framkvæma þetta, amk eftir að kvöldsendingarnar á fimmtudögum hættu og fóru að berast fólki með þessum blöðum.
Kv EJE
Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 20:45
Fjölmiðlar! Látið þetta fólk í friði!
Má fólk ekki ferðast hingað til lands ef það hefur eitthvað "nafn" eða "tign" án þess að allt fari í háaloft í fréttum og mögulega ýta undir sorglega glatað grúppíu atferli um leið?
Ég sé bara hérna par á stefnumóti sem ætti að fá að njóta fallegrar vetrarstemmingu í góðu yfirlæti.
Ísland og þjóð þess ættu frekar stefna á að gera landið að stað sem hægt er að koma til og fá að vera í friði og ró frá ánauð blóðþyrstra blaðasnápa og uppáþrengjandi aðdáendum.
Kv EJE
Knightley á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 21:28
Er þetta betra?
Ég er engann veginn sáttur við neitt sem gerst hefur í borginni síðustu 3-4 mánuði (á þá við BÆÐI meirihluta skiptin).
Við kjósum okkur borgarfulltrúa í lögboðnum kosningum á fjögurra ára fresti sem auðvitað raðast mismargir niður á flokkana og stefnur og sem betur fer hefur enginn sömu skoðun á því hver "ætti" að ráða út frá þeim dilkadrætti.
Lögin leyfa víst að það sé hægt að hrókera hægri vinstri með þá sem stjórna, og þessi borgarstjórn sem sett var í dag er ekkert einsdæmi, sé td. ekki mun á þeim og þessu ævintýri fyrir "100 dögum" eða þá allar breytingarnar á forystu R-listann (Hver "kaus" td. Þórólf Olíubarón eða frúnna sem kom á eftir honum eftir að Ingibjörg sveik loforðið um að verða út kjörtímabilið??)
Ekki get ég séð með nokkru móti að þessi "gjörningur" mótmælenda í dag hafi verið neitt annað en áfall fyrir lýðræðið þar sem valdir fulltrúar fengu að segja fáein orð en aðrir baulaðir útaf sakramentinu, ekki mikil kurteisi þar á ferð.
Það má vel vera að Dagur og co. hefðu getað unnið betur en R-listinn forðum, þó mér finnist alltaf hæpið að vera með marga "kónga" saman í hóp, nú eða Villa og Binga samsuðan (Framsókn átti aldrei að koma inn í borgarstjórn þar með 4 athvæði eða svo) en það gildir bara engu, þessir menn eru ekki að brjóta lögin þótt siðlaust megi virðast.
En allavega.. Hávaði, rudda og dónaskapur hefur aldrei virkað vel á mig. Ég ber virðingu fyrir stjórnkerfinu og lýðræðinu hversu sárt sem það kann að vera stundum.
Kv EJE
Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 09:52
Súpukjöt ofl.
Það er bara eiginlega ekki hægt að fá lambakjöt öðruvísi en í heilum stykkjum (læri hryggur og álíka) eða sneitt í súpukjöt, frosnar lærisneiðar og kótilettur og kryddað/marinerað í tætlur í grillpakkningum.
Segjum sem svo að einhverjum dytti nú í hug að búa einn og vilji fá sér "lítinn" pakka af íslenska lambakjötinu og eins og nútíma heilsustefnan er þá er ekki séns að fá fitulítil beinlaus stykki og eða "gúllas" í neytenda pakkningum.
Þetta með grillpakkana á sumrin er nú svo útaf fyrir sig annað djók, feitt ljót skorið kjöt falið í kryddi eða marineringu og ég lýg því ekki þegar ég segi ykkur að ég hafi einu sinni fengið lærisneiðarbita sem var með beininu langsum söguðu í sneiðinni!! EF ég versla kjöt á grill þá forðast ég lambið.
Finnst reyndar skrýtið hvað kjúllinn er vinsæll hérna miðað við hvurslag rusl er þar inn á milli, prófiði td. að elda þessar "ódýru" pakkningar af leggjum og vængjum fyrir ung börn (lítið kryddað), og sjáiði hvort þið finnið ekki fiskimjöls (!!!!!) bragð af kjötinu
Kv EJE
Meira selt af alifugli en kindakjöti í fyrsta skipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 18:54
Yess!
Þetta líkar mér.
Það er ekkert fegurra eða náttúrulega í heimi þessum en það sem okkur er gefið, sama hvernig það er í laginu.
Alls ekki að stefna heiminum í farveg biblíubeltis Bandaríkjanna að banna konum meira að segja að fæða börn sín á brjósti án þess að komi til handtaka.
Kv EJE
Ber brjóst leyfð í Sundsvall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 18:54
Fram og til baka
Já! Til baka í tímann.
Þetta er nú að verða meiri farsinn um hundljót hús, og eftir því sem mér skilst hafa svotil enga sögu, eina sem er að það er fullt af háværu fólki sem "vill halda götumyndinni"! Já sæll...
Það verður seint sagt að þetta sé fallegasta eða merkilegasta götumynd borgarinnar, ég myndi miklufrekar vilja fá þarna NÝ hús í gömlum virðulegum stíl, já kannski í stíl við Laugaveg no. 2.
Ný hús þarna yrðu þó amk. með tilvísan í byggingareglur nútímans að ég tali nú ekki um eldvarnir í lagi (þessi reitur fer allur í einum hvelli ef það kemur upp bruni þarna)
Bara vona að Þorgerður Katrín láti ekki hávaðasama verndarsinna ná tökum á sér.
Kv EJE
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 18:03
Nýfædd???
Kv EJE
Ný pláneta finnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 08:57
Já og ...
Þessir tígrar eru einhver tignarlegustu dýr sem ég hef borið augum og það var reyndar við "aðeins" mannúðlegri aðstæður en búr í dýragarði.
Ef fólk á leið um Danmörku þá er svotil beint suður af Kaupmannahöfn á eyju sem kallast Lálland einhver stæðsti garður með "frjálsum" dýrum í Evrópu (opinn dýragarður sem ekið er í gegnum), en nei, Síberíu tígrarnir eru ekki alveg frjálsir en hafa þó stórt svæði sem er afgyrt með ca. 6 metra háum girðingum. Það var MJÖG sérstök upplifun að fá á móti sér á vegslóðanum sem ekið er eftir hring í tígragerðinu, stórt karldýr sem manni fannst vera álíka stórt og bíllinn en tilfinningarnar plata mann þar líklegast smá .
www.knuthenborg.dk
Tígrisdýr varð manni að bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 23:18
Góð skemmtifrétt .. EN...
Í mínum skóla hét þetta rúmmeter, en kannski er búið að breyta því eins og hálfri Afríku og stórum hluta Evrópu síðan ég var á skólabekknum
Kv EJE
Baðströnd stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 21:27
Meira #$%&" ruglið
Þessi lög hér á landi eru ekkert annað en ólög og skerðing á frelsi einstaklingsins.
Alveg magnað að þessir sömu pappírpésar stöðvi ekki líka innflutning á erlendum tímaritum eða krefjist þess að allar vínauglýsingar í þeim verði svertar eða skyggðar, sem er þá sjálfgefið að erlent tímarit fáist ekki lengur hérlendis.
Fólk ætti að prófa að fara á vefsíður þekktra vín eða bjórframleiðenda (þeir sem hafa aldur til amk.) og segjast samviskusamlega vera frá Íslandi þegar innt er eftir upprunalandi, flest allar slíkar síður koma þá upp með að því miður megi maður ekki skoða síðuna þeirra þar sem lög landsins leyfi það ekki.
EN .. Það er líklegast ekki flóknara en 2-3 flett á Google að komast að því hvernig á að byrla eiturlyf, rækta gras/hass, já eða jafnvel smíða sprengju (kjarnorkusprengju þess vegna !! ) sem allt er algerlega ólöglegt hérlendis.
Vínið sem er verið að "fræðast" um er þó neysluvara sem seld er í einokun af sama ríkisbákninu og bannar allt um sömu vöru.
Hvað má nú td. segja um vefsvæði eða vínblað ÁTVR ? Flokkast það "bara" sem fræðsla og vörulisti ??
Alger steypa!
Kv EJE
Ritstjóri tímarits sektaður fyrir áfengisauglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
SkallaKall
Nýjustu færslur
- 25.10.2012 Prófa að nota Google í 2sek!!
- 15.5.2012 Hvernig farið þið að þessu ??
- 22.3.2012 Passar ekki alveg..
- 10.11.2011 Harður?
- 1.9.2011 Goggunar röðin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar