Færsluflokkur: Bloggar

Karl kvölin :o(

Eftir að hafa rutt frá sér tugum bóka, hver annari betri gegnum árin og sanka að sér stórum og dyggum hópi aðdáenda sem eflaust allir sem einn munu sakna Terry, að svona lagað yfir sig Undecided

Diskworld bækurnar sem eru orðnar um 30, fyrir utan aðrar frábærar sögur eftir kallinn hafa víst alltaf verið hvað mest seldu erlendu bækurnar hérna á Íslandi.

Núna eins og sagt er í fréttinni er fyrst farið að þýða kallinn á okkar tungu (ekki það ég hafi þurft þess en það opnar þennan heim líklegast fyrir enn fleirum) og ég bara vona innilega að það sé vel að því verki staðið og verði reynt að láta glettinn húmorinn og einstaka lagni hans til að skrifa "hreim" og "slangur" skila sér til lesanda á íslenskunni.

Þess má geta að fyrsta leikna efnið eftir sögu úr Diskworld var sýnt á BBC á þessum tíma í fyrra, en það var sjónvarpsmynd í tveim hlutum eftir bókinni "Hogfather" (já tengt jólunum Smile ).
Spurning hvort RUV nái þessari seríu svo allir geti notið góðrar jólasögu í anda Terry Pratchett.
Áður hafði amk. ein "Johnny.. " bókin (Johnny and the Dead) verið sett á filmu og gerð úr ágæt sjónvarpsmynd.

Vonandi að karlinn fái njóta lífsins áfram einhvern tíma áður en sjúkdómurinn tekur völdin.
(Hann talar um það á bókunum að þetta sé skemmtilegt starf til að fá borgað fyrir og mun betra en upplýsingafulltrúi kjarnorkuvers (rétt eftir 3Mile Island slysið ef ég man rétt))

Kv EJE

mbl.is Terry Pratchett með Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju í veröldinni..

Er alltaf notast við hákarl til að kynna land og þjóð ??

Gordon Rasmsay og James May eru bara síðustu fórnarlömbin úr erlendu sjónvarpsefni sem taka að sér að smakka það sem margir íslendingar ráða ekki heldur við (ég er nýlega farinn að geta tekið einn og einn mola og er orðinn fertugur).

Anthony Bourdain, sem er nú ýmsu vanur, fór ekki fögrum orðum um mat og venjur hérna eftir að hafa lent í þorrablóti og einni eða tveimur öðrum heimsóknum þar sem það fyrsta sem hann fékk var hákarl.

Gaurinn sem sér um þættina Thirsty Traveller fékk hákarl. (Kevin B.eitthvað)

Ian Wright úr Globe Trekker þáttunum næstum ældi (amk súrsuðum hrútspungum)

Síðast sá ég gaura sem eru með þátt sem kallast Coktail kings taka áskorunni, og ég veit eftir fréttum að Andrew Zimmern (þættirnir hans kallast Bizarre food!!!!) er búinn að koma hingað en þátturinn á eftir að fara í loftið.

Ég held að landi og þjóð veitti ekkert af betri landkynningu með mat en þetta í sjónvarpsefni sem er sent út svotil frítt útum allann heim, með fullri virðingu fyrir árstíðabundnum þorranum og því sem honum fylgir. Við eigum marga meistara kokka hérna og veitingahús á heimsklassa sem veitir ekkert af því að kynna án þess að sé "eitrað" fyrir þessum frægu köppum til þess eins að flissa í augnablik..

Kv EJE

p.s. Já og það má ALVEG yngja og hressa upp á þá sem settir eru til höfuðs áður töldum þáttastjórnendum og vonandi þeim sem kannski koma aftir eða nýjum. (sjá td. þátt Anthony Bourdain með Sigmari B. Hauks .. úfff)

mbl.is Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði átt að verða öfugt farið

Ekki það ég sé að mæla með því að fólki sé hent út á fjallvegum (það er hægt að verða úti hér á landi á sumrin hvað þá á veturna)

Ökumaður Á að vera sá sem hefur vitið fyrir farþegum í bílum, alveg slétt sama hver á ökutækið sem um ræðir. Þarna er líklegast vinur eða kunningi ekki nógu harður við frekann fullann fávita.

Ég hefði hent lyklunum út í hraunið ef þetta hefði verið gert við mig sko.

Kv EJE

mbl.is Ölvaður farþegi henti bílstjóranum út og ók sjálfur í bæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef margoft sagt það...

Það Á að vera hægt að stoppa þetta flóð og fríblöðin eru sínu verst í þessu.

Eins og ég hef marg sagt þá hef ég staðið í stríði við þessa aðila frá upphafi útgáfu blaðana um að afþakka en það er að því er virðist all ekki hægt að koma vitinu fyrir þá.

Hversu erfitt getur verið að hafa lista um þá sem ekki vilja blöð, rétt eins og Mogginn getur haft lista um þá sem hafa greitt áskrift og hitt á rétta póstlúgu

Hvernig skildu þessi fríblöð mælast í lestri ef þeim væri ekki TROÐIÐ inn á saklaust fólk sem vill ekkert með þau hafa?

Lúgan, póstkassinn eða hurðin hjá manni eiga ekki að þurfa að vera útlímd miðum sem afþakka póst eða blöð frá hinum og þessum.

Mér er slétt sama þótt sumum hérna finnist þetta vera stefna í "klúður" Samfylkingarinnar, ég sem sjálfstæðismaður tek þessu erindi fagnandi þó ég hefði viljað sjá mína menn gera eitthvað í þessu fyrst, og vona bara að að því er virðist endalaus barátta mín gegn blöðunum og öðrum rusl pósti fari að bera árangur.

 

Kv EJE 


mbl.is Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er við þá ekki dýrust??

Mér finnst amk. að EF maður telur sig vera að versla 1 líter af mjólk á 80kr en fær svo ekki í hendurnar nema 250ml (1/4 af líter) og er að bera sig við þá sem borga 100kr fyrir heila líterinn.

Bara að rugla með þetta smá
Kv EJE

mbl.is Dýrt en mjótt breiðband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt af mbl...

Að birta eða réttast sagt linka á myndbandið á YouTube ?

Ég veit svei mér ekki hvað fréttaþyrstir græða á því að skoða harmleikinn frá öllum hliðum.
(ath! er ekki búinn og ætla ekki að skoða þetta myndskeið)

Svona umtal og linkar á YouTube eru að mínu mati bara til þess fallin til að ýta undir svona "tilkynningar" (kannski hversu súrt sem það er, betra að menn láti þó vita að þeir ætli sér voðaverk?) og þá enn frekar voðaverknaðina sjálfa og hver veit nema þá komi kannski næst bara verknaðurinn sjálfur á mynd á vefnum.

Minnir mig á þegar ég var ungur og óharðnaður iðnaðarmaður um tvítugt og var að vinna á stórum vinnustað uppi á Höfða, þegar varð ljótt banaslys milli Reykjavíkur og Mosfellssveitar eins og það hét þá, og þó nokkrir tóku sig til og eltu sjúkrabílana upp eftir til að "sjá hvað þetta væri rosalegt" ... Einn úr mínum flokki amk. kom fölur og fár til baka og sagðist aldrei ætla að endurtaka svona (forsprakkinn vann með mér líka).
Enn þann í dag legg ég fæð á þá sem fá út úr því að horfa á eða velta sér uppúr slysum og harmleikjum eða "verða" að skoða myndir af slíku og kannski tek fram að ég var EKKI með í þessari ferð þarna (langaði alls ekki og var reyndar nýttur sem lærlingurinn í að "passa stöffið" og vinna áfram)

Kv EJE

mbl.is Árásarmaðurinn í Finnlandi reyndi að fyrirfara sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efast ekki..

Ég efast ekki um að Andrea Bocelli hafi staðið sig með fádæma prýði þarna í Egilshöll, en ég hef séð brot úr upptöku þar sem hann var á sviði úti á miðju torgi á Ítalíu. Synd samt að við skulum ekki geta boðið upp á skárri sali en íþróttahús og eða kvikmyndahús fyrir tónleika hérlendis. Ég veit að það er verið að byggja tónlistarhús niðri við höfnina en eftir því sem mér skilst þá mun salurinn þar "aðeins" taka 1500 til 2000 manns og það sem ég mun ALDREI skilja, þá mun ekki vera gert ráð fyrir Óperunni þar inni.

Þótt Gunnar Birgisson og Kópavogur sé að skoða að byggja eða amk bjóða pláss fyrir Óperuna þá finnst mér við sem þjóð (ekki bara Reykvíkingar) frekar átt að stefna því menningarformi í meiri nánd við veitingastaði borgarinnar og aðrar stofnanir sem bjóða upp á svipuð táningalistform .. En auðvitað er það "bara" mín skoðun.

 Eitt annað sem ég skil ekki (kannski að koma fram munstur hérna Wink )..
Hvers vegna eftir að það hafi verið haldnir þó nokkrir stórtónleikar þarna uppfrá í Egilshöll, er umferðinni ekki beint í einstefnuhring inn og út frá tónleikunum?? Maður skildi ætla að umferðar "séníin" okkar gætu planað "smá" tilfæringar eina kvöldstund eða svo, nógu virðist vera auðvelt að loka eða þrengja stofnæðar á annatímum á sumrin.

Ég sé þetta fyrir mér að þegar  umferð streymir að Egilshöll, þá sé þunginn á báðum akreinum frá Vesturlandsvegi frá brúnni að höllinni og þeir sem eru bara að skutla einhverjum eða álíka yrðu þá að halda áfram gegnum hverfið framhjá Spönginni og svo yfir Gullinbrú, síðan eftir viðburðinn þá sé þessu öfugt farið. Með þessu væri ekki megnið af umferðinni að festast þarna í Grafarvoginum og silast gegnum þéttari íbúðabyggðina. Það getur ekki þurft nema smá skiltaniðurröðun og stöku vel staðsettan lögregluþjón til að pulla þetta.
Ég gekk meiddur á fótum (haltraði) hraðar en bílarnir fóru yfir eftir Rogar Waters tónleikana í fyrra frá Egilshöll framhjá Spönginni og niður gegnum hverfið í Viðarrimann!! Gasp


mbl.is Bocelli í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósastyllingar ! ! !

Einu sinni voru bíleigendur skyldaðir til að mæta í ljósaskoðun einu sinni á ári, og þá í síðasta lagi fyrir 30. okt ef ég man rétt.

Þessi regla hvarf með Bifreiðaskoðun og var þá sett inn í skoðunina en í raun var þessari "iðn" svo til eytt út af kortinu þar sem eftir því sem mér skilst þá stilla þessir skoðanamenn ekkert ljósin né laga perur og menn verða að fara á þau örfáu verkstæði sem stunda ljósastillingar ennþá (getur verið að ég sé ekki með 100% staðreyndir en tek alveg gagnrýni sko)

Ef fólk horfir aðeins á það hversu oft þarf að fara orðið með nýja og nýlega bíla í skoðun þá má sjá að það eru 3 ár fyrst og svo 2 ár , en í eftir minni þekkingu á perum sem eru þó að breytast smá saman í LED ljósgjafa í dýrari bílum, þá eru engar perur sem lifa svo lengi. Líftími ljósaperu er allmennt um það bil 1 - 2þús tímar miðað við "góðar aðstæður en ekki titring og skjálfta sem eru auðvitað í bílum við akstur.

Menn í fjölskyldu minni höfðu tekjur af ljósastillingum í mörg ár og voru beygðir undir allskyns reglur og þurftu að ganga gegnum breytingar á aðstöðunni, aðeins til að láta svo kippa undan þeim fótunum af sömu mönnum og voru að setja þeim reglurnar . Errm

Kv EJE

mbl.is Of margir með ljósin í ólagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lýðræði eða fjárræði ?

Þetta er vandinn í USA (og líklegast mjög víðar)

"Anyone who is capable of getting themselves made President should on no account be allowed to do the job" - Douglas Adams

Þó mér hafi reyndar líkað mjög vel við kallinn hennar Hillary þegar hann var "pressi" .. Hvað með þótt kallinn hafi "aðeins" beygt útaf í hjónabandinu. Tounge

Kv EJE

mbl.is Hillary Clinton hefur náð að safna mestu fé í kosningasjóð sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

SkallaKall

Höfundur

Eggert J. Eiríksson
Eggert J. Eiríksson
Bara kall með skalla (að eigin vali reyndar)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband